booking(a)hotelcabin.is
Hótel Cabin Tourist TV

Landnámssýning

Landnámssýningin fjallar um landnám Reykjavíkur og þar er byggt á fornleifarannsóknum sem hafa verið gerðar í miðbæ Reykjavíkur. Aðalatriði sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi í Aðalstræti. Norðan við skálann fannst svo veggjabútur sem er enn eldri eða frá því um árið 871 og það eru því elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi.

Á sýningunni er gefin hugmynd um hvernig Reykjavík leit út við landnám og er til þess notuð meðal annars margmiðlunartækni þar sem til dæmist er litið inn í skálann með hjálp tölvutækni.

Á vef Borgarsögusafns má finna nánari upplýsingar. Mynd: Borgarsögusafn Reykjavíkur

Opnunartími: daglega frá kl 09:00-18:00
Aðalstræti 16, 101 Reykjavík
+354 411 6370 / citymuseum@reykjavik.is

(+354) 511 6030

|