booking(a)hotelcabin.is
Hótel Cabin Tourist TV

Viðey

Viðey er aðeins um 1,7 km2 að stærð og rís hæst um 32 metra yfir sjávarmáli. Miklar bergmyndanir eru meðfram strönd eyjarinnar og er sérstaklega mikil fegurð í stuðlaberginu í Virkishöfðanum og Eiðisbjarginu.

Í Viðey er margt að skoða. Þar er hægt að fara í gönguferðir um fjörur, tún og stíga en þar er einnig hesta og hjólaleiga yfir sumarið.

Rétt er að benda á að Viðey er ekki hættulaust staður og þar eru klettar, skurðir og tjarnir sem geta verið varasamar. Bent er á að börn eru á ábyrgð foreldra eða annarra forráðamanna.

Í Viðey er aðstaða til funda- og ráðstefnuhalda auka þess sem mikið er um að halda séu veislur í eyjunni.

Á vef Borgarsögubókasafns má finna nánari upplýsingar. Mynd: Borgarsögusafn.

(+354) 511 6030

|