Perlan
Perlan er eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur. Perlan er byggð ofan á sex hitaveitugeymum. Perlan var vígð 1991 og er þar að finna sýninguna Jöklar og íshellir, kaffiteríu, gjafavöruverslun, veitingastað og útsýnispall. Náttúrusýningin Wonders of Iceland opnaði í júlí 2017.
Öskjuhlíðin liggur svo allt í kringum Perluna en þar hafa verið gróðursett um 176.000 tré og er Öskjuhlíðin því skógi vaxinn sælureitur. Þar eru skemmtilegir hjóla- og göngustígar auk þess sem mikið er um friðsæl rjóður þar sem hægt er að slappa af. Öskjuhlíðin er mikilvægur hlekkur í keðju opinna svæða – göngustígar liggja vítt og breitt og stöðugt fjölgar fólki sem nýtur útivistar í þessum yndisreit í hjarta höfuðborgarinnar.
Fyrir nánari upplýsingar má sjá vefsíðu Perlunnar. Mynd: Perlan Museum