booking(a)hotelcabin.is
Hótel Cabin Tourist TV

Sundlaugar

Fyrsta steypta sundlaugin á Íslandi var gerð í Laugardal árið 1908 en þar var heita vatninu úr laugunum í Laugardal veitt í laugina og köldu vatni úr Gvendarbrunnum.

Í dag eru 17 sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu af öllum stærðum og gerðum. Sundlaugarferð er vinsæl afþreying og eru sundlaugarnar því oft þéttsetnar.

Sundlaugarnar hafa oftast laug sem er ætlað að synda í og eru þær laugar oftast um 28° heitar. Oft er einnig einhvers konar busllaug fyrir börnin sem er þá heitari auk heitra potta sem eru oft á bilinu 38 – 45 gráður. Oftast er gufubað einnig til staðar.

Nánari upplýsingar um sundlaugar má finna hér.

(+354) 511 6030

|