booking(a)hotelcabin.is
Hótel Cabin Tourist TV

Staðsetning

Hótel Cabin er hannað með það að leiðarljósi að bjóða þægindi og þjónustu á lágmarksverði. Cabin er vel staðsett í Borgartúni eða í aðeins um 700 metra fjarlægð frá Laugardalnum og 100 metra fjarlægð frá strandstígnum, gönguleið sem liggur beint í miðbæinn eftir strandlengjunni.

Við Sæbrautina er hægt að finna Sólfarið, eftirtektarverkt listaverk eftir Jón Gunnar Árnason sem margir ferðamenn stoppa við á leið sinni um borgina og taka mynd af.

Í Laugardalnum má finna ýmsa afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Má m.a. nefna Húsdýra- og fjölskyldugarðinn, Laugardalslaug, World Class, Grasagarðinn og rétt hjá er almenningsgarðurinn Klambratún. Laugardalslaug er stærsta laug Reykjavíkur með fjölbreytta aðstöðu. Þar má m.a. finna vaðlaug, barnalaug, innilaug, sjópott, nudd pott, heitir pottar og vatnsrennibraut.

Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn er skemmti- og dýragarður, staðsettur við hliðina á Grasagerði Reykjavíkur. Hann setur svip sinn á dalinn og hefur notið síaukinna vinsælda síðustu ár. Garðurinn er opinn alla daga.

Kjarvalsstaðir, sem hýsir sýningarrými Listasafns Reykjavíkur, er staðsett við norðurenda Klambratúns. Á Kjarvalsstöðum eru settar upp sýningar á verkum eftir íslenska og erlenda listamenn. Frekari upplýsingar má finna á vef Listasafns Reykjavíkur.

 

 

 

(+354) 511 6030

|